Umsagnir viðskiptavina
„Íslandshótel hefur verið með allan sinn net og tölvurekstur hjá Endor og við höfum verið mjög ánægð með þá þjónustu sem við höfum fengið í gegnum árin. Íslandshótel hefur lagt mikla áherslu á öryggismál og hefur Endor stutt vel við okkar tæknistefnu með fagmannlegri og góðri ráðgjöf.“
Brynjar Víðisson
Deildarstjóri tölvu‑ og tæknideildar | IT Manager
Ríkisútvarpið hefur átt ánægjulegt viðskiptasamband við Endor um árabil þar sem samskipti og úrlausnir verið bæði fagmannleg og góð. RÚV gekk nýlega til samninga við Endor á Nutanix lausn á HPE vélbúnaði að undangengu útboði þar sem afhending og afgreiðsla þess gekk öll að óskum.
Bragi Reynisson
Forstöðumaður Tækni, RÚV
Hjá Frumherja var kominn tími á stýrikerfisuppfærslu og við vildum nýta skýjalausnir með innleiðingu á Office365. Markmiðið var að auka öryggi og afköst umhverfisins, svo ekki sé minnst á að auðvelda aðgengi notenda að því og öðrum virðisaukandi hugbúnaði frá Microsoft. Það var mikilvægt að gera þetta í hægum og öruggum skrefum og hefur innleiðing og uppfærsla umhverfisins gengið mjög vel. Við erum mjög ánægð að hafa valið Endor í þetta verkefni.
Gísli Þór Ragnarsson
Kerfisstjóri, Frumherji
dk Software has white labeled the EC Share solution from Endor under the name dk Drive. We did intensive testing on similar solutions and found that EC Share had more upload and download speed than the other solutions. It was also very important to us that EC Share is hosted in data centers in Iceland.
Kristjan Gudnason
IT Manager, dk Software
TRS hefur verið í samstarfi og viðskiptum við Endor frá stofnun félagsins. Við hjá TRS höfum fengið frábæra og mjög fagmannlega þjónustu og aðstoð við að byggja upp okkar hýsingar umhverfi fyrir okkar viðskiptavini. Við getum mælt með að eiga viðskipti við Endor okkar reynsla hefur verið mjög góð
Gunnar Bragi Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri, TRS Selfossi