EC HPC

Með krafti ofurtölva leysum við helstu áskoranir 21. aldarinnar

Til þess að leysa stærstu áskoranir 21. aldarinnar, til dæmis hönnun á nákvæmari veðurlíkönum, þróun á hagkvæmari og grænni flutningsmáta og úrlausn flókinna rannsókna í læknisfræði og líftækni svo dæmi séu tekin, þurfum við ofurtölvur (HPC “high performance computing”) . Endor hefur  í nánu samstarfi við alþjóðleg upplýsingafyrirtæki verið leiðandi aðili á Íslandi í þjónustu og uppsetningu ofurtöluumhverfa. Hefur Endor komið að uppsetningu , hönnun og rekstri HPC umhverfa fyrir háskóla bæði í Þýskalandi og Íslandi auk verkefna í öðrum geirum víða í Evrópu.