Notendaþjónusta

Tæknimál leiða til vandamála, vandamál leiða til lausna,
lausnir leiða til Endor

Fjar- og vettvangsþjónusta Endor kappkostar að veita viðskiptavinum sínum úrvals, persónulega þjónustu. Mikið er lagt upp úr stuttum viðbragðstíma. Tæknifólk Endor býr yfir mikilli reynslu og þekkingu þegar að því kemur að þjónusta viðskiptavini og unnið er eftir fyrir fram ákveðnum verklagsreglum og verkferlum. Endor býður bæði upp á þjónustu þar sem tæknifólk mætir á staðinn, auk þess að hafa yfir að ráða fjarþjónustu sem við nýtum þegar það á við. Fjar- og vettvangsþjónusta Endor þjónustar bæði Apple og PC tölvubúnað.