Um Endor

Við skiljum þarfir markaðarins og leggjum áherslu á að veita fyrsta flokks þjónustu hvort sem er við afhendingu sérhæfðrar þjónustu eða val og fjárfesting í miðlægum búnaði

Endor hjálpar þér að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri með sveigjanlegum lausnum. Við veitum óháða ráðgjöf og þjónustu um allt sem tengist rekstri upplýsingatæknikerfa, hvort sem það snýr að sérhæfðum lausnum eða vali og fjárfestingu í miðlægum búnaði. Þjónustan byggir á þekkingu, reynslu og metnaði ráðgjafa okkar.

Stofnendur Endor og lykilstarfsmenn hafa mikla þekkingu og víðtæka reynslu af alþjóðlegum upplýsingatæknimarkaði. Við leggjum áherslu á að nýta nýjustu tækni í sjálfvirknivæðingu til þess að hámarka rekstrarhagkvæmni fjárfestinga, ásamt því að vinna með virtum samstarfsaðilum víða um heim.

Endor var stofnað árið 2015 af þeim Arnari Kjærnested, Davíð Kristjánssyni, Guðbrandi Sigurðssyni, Gunnari Guðjónssyni og Júlíusi Pálssyni sem allir búa yfir gríðarlega mikilli reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hjá Endor starfa 11 starfsmenn í fjórum löndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Nánari upplýsingar

Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600