Alrekstur

Fjölbreytt, sveigjanleg og hagkvæm hýsing og rekstur á tölvukerfum

Við sjáum um að hýsa og reka tölvukerfi fyrirtækja svo þau geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Lausnin er klæðskerasaumuð eftir þörfum hvers og eins og við leggjum mikla áherslu á öfluga ráðgjöf og hátt þjónustustig.Alrekstur er hagkvæm og skilvirk leið fyrir fyrirtæki sem vilja forðast miklar fjárfestingar í tæknibúnaði en vilja öruggt og sveigjanlegt tölvu- og netkerfi gegn föstu mánaðargjaldi.Sérfræðingar okkar hafa víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri upplýsingatæknikerfa og finna réttu lausnina fyrir þig.

  • „Íslandshótel hefur verið með allan sinn net- og tölvurekstur hjá Endor og við höfum verið mjög ánægð með þá þjónustu sem við höfum fengið í gegnum árin. Íslandshótel hefur lagt mikla áherslu á öryggismál og hefur Endor stutt vel við okkar tæknistefnu með fagmannlegri og góðri ráðgjöf.“

    Brynjar Víðisson

    Deildarstjóri tölvu‑ og tæknideildar | IT Manager