Búnaðar- og gagnaverslausnir

Við hjálpum þér að finna bestu lausnina út frá þínum þörfum
  • Þekkt vörumerki og “trusted advisor” í sölu miðlægra lausna, ráðgjafar og þjónustu​
  • Aðfangastjórnun og innflutningur​
  • Endurtekin viðskipti og vaxtatækifæri í ákveðnum lausnum​
  • Ráðgjöf og þjónusta við gagnaverstengda starfsemi ​
  • Sameina krafta ólíkra samstarfsaðila og afhenda lausnamiðaða ráðgjöf

Starfsmenn Endor hafa víðtæka reynslu af þjónustu, sölu og ráðgjöf á miðlægum lausnum og ítarlega þekkingu á þörfum fyrirtækja þegar kemur að upplýsingatækni. Við leggjum áherslu á að finna bestu og hagkvæmustu lausnina sem hentar þínum rekstri, þannig að þú þurfir ekki að laga reksturinn að þeim lausnum sem henta þínum rekstri illa eða ekki. Endor er í samstarfi varðandi sölu og þjónustu á miðlægum lausnum frá helstu upplýsingatæknifyrirtækjum heims. Þá leggur félagið mikinn metnað í að opna markaðinn fyrir nýjum og spennandi birgjum sem margir hverjir eru að umbreyta nálgun við rekstur upplýsingatækniumhverfa og hafa leitt breytingar á þessum markaði og þar má nefna:
 • Nimble Storage (nú í eigu HPE)
• Cohesity sem hefur umbreytt afritun og er leiðandi afritunarlausn í heiminum í dag
• Nutanix sem hefur gjörbreytt hugsun og hegðun á umhverfi upplýsingartækni með einföldun og hagræðingu.

Við erum hvergi nær hætt að horfa til nýrra og spennandi birgja sem munu breyta hlutum til batnaðar í bland við þá gömlu góðu sem við þekkjum ss HPE, Lenovo, Fortigate, Juniper og fleiri.

  • Ríkisútvarpið hefur átt ánægjulegt viðskiptasamband við Endor um árabil þar sem samskipti og úrlausnir verið bæði fagmannleg og góð. RÚV gekk nýlega til samninga við Endor á Nutanix lausn á HPE vélbúnaði að undangengu útboði þar sem afhending og afgreiðsla þess gekk öll að óskum.

    Bragi Reynisson

    Forstöðumaður Tækni, RÚV