VIRTUS og Endor semja um víðtækt samstarf

VIRTUS bókhald & ráðgjöf ehf. hefur samið við Endor ehf. um alhliða rekstrarþjónustu fyrir upplýsingatækniumhverfi sitt. Um er að ræða kerfishýsingu, fjarskiptatengingar, O365 skýjaþjónustu, notendaþjónustu og annað.  Á sama tíma undirrituðu félögin samstarfssamning þar sem VIRTUS sér Endor fyrir húsnæði og þjónustu við ýmsa viðskiptaferla félagsins. 

Skrifstofan í Skýjunum

„VIRTUS þjónustar fjölmörg fyrirtæki í fjármálatengdum verkefnum og bókhaldsþjónustu. Félagið leggur mikla áherslu á að hraði og uppitími upplýsingakerfs sé góður því það skilar sér í betri þjónustu til viðskiptavina. Þegar við skoðuðum hvað Endor hafði að bjóða og hvernig þeirra nálgun var á verkefnið, kom fátt annað til greina en fara í þétt samstarf. Árangurinn hefur verið frábær og sjáum við mikinn ávinning hvað uppitíma og hraða snertir og svo er einstaklega þægilegt að hafa þjónustulundaða starfsmenn Endor í húsinu segir Þorkell Guðjónsson forstjóri VIRTUS.

VIRTUS framarlega í upplýsingatækni

VIRTUS hefur nýtt upplýsingatækni til að sjálfvirknivæða og einfalda ferli fyrir viðskiptavini sína með þjónustum eins og www.payroll.is og www.nota.is. Hugmyndafræðin um hagnýtingu upplýsingatækni til einföldunar verklags fer því vel saman við kjarnafærni Endor. „Það er ánægjuefni að VIRTUS, sem þjónusta sjálfir um 300 viðskiptavini, útvisti sínum upplýsingatæknirekstri til okkar og sýnir að við erum á réttri leið með lausnamengi félagsins segir Davíð Þór Kristjánsson sölustjóri hjá Endor“

Þorkell Guðjónsson forstjóri VIRTUS og Davíð Þór Kristjánsson sölustjóri hjá Endor

VIRTUS hýsir fjármálatengd verkefni fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir. VIRTUS hefur starfað frá árinu 2001 og eru viðskiptavinir rúmlega 300, innlendir jafnt sem erlendir.

Endor er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að hámarka rekstrarhagkvæmni fjárfestinga í upplýsingatækni og nýta til þess nýjustu tækni í sjálfvirknivæðingu og hagkerfi samstarfsaðila við þróun lausnaframboðs.

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600