Sterkt uppgjör 2017 þar sem rekstrartekjur tífölduðust milli ára
Rekstur og afkoma Endor síðasta ár var ánægjuleg og við erum mjög sátt við árið. Viðtökur markaðar eru jákvæðar, félagið vex hratt og Endor hefur gert trausta langtímasamninga við öfluga aðila hérlendis og erlendis.
Rekstrartekjur tífölduðust á milli áranna 2016 og 2017 og námu 1.550 ma.kr. þar sem rúmlega 60% tekna var tilkomin vegna verkefna fyrir erlenda viðskiptavini. Rekstrarhagnaður var 100 m.kr. og afkoma ársins var 70 m.kr. Í lok árs nam eigið fé 133 m.kr. og var eiginfjárhlutfallið 55%.
Þá er ljóst að rekstrartekjur árið 2018 aukast milli ára og áætlanir félagsins fyrir árið 2019 gera ráð fyrir áframhaldandi vexti. Starfsmenn og eigendur eru þakklátir trausti okkar frábæru viðskiptavina og við erum mjög spennt fyrir framhaldinu og áframhaldandi skemmtilegri vegferð.
Á myndinni eru Fannar Ólafsson stjórnamaður og Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri.
