Starfsmenn Endor taka þátt í Mottumars til að styðja við bakið á Krabbameinsfélaginu. Hægt er að fylgjast með söfnuninni hjá okkar mönnum hérna.
Krabbamein snerta okkur öll og því miður getur einn af hverjum þremur Íslendingum reiknað með því að greinast með krabbamein einhvern tíma á ævinni. Það er með stærstu áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir, bæði þeir sem veikjast og þeirra nánustu.