EC Storage

Við geymum gögnin fyrir þig á hagkvæman og öruggan hátt

 

EC Storage er hagkvæm og örugg háuppitíma gagnageymsluþjónusta sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Sífelld aukning gagnamagns og utanumhald á gögnum er ein stærsta áskorun sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag. Á næstu árum er talið að gagnamagn á heimsvísu muni allt að sexfaldast. Í sítengdum heimi er aukin þörf á auðveldu aðgengi fyrirtækja að gögnum, ásamt öruggri vistun á þeim.

EC Storage lausnin er byggð upp í þremur gagnaverum sem staðsett eru á mismunandi náttúruvásvæðum á suðurhluta landsins. Gögnin eru því ávallt aðgengileg þrátt fyrir að eitt gagnaverana verði sambandslaust.

EC Storage hentar vel fyrir gögn sem þurfa að vera tiltæk með stuttum fyrirvara án mikillar fyrirhafnar.  Sem dæmi má nefna:

 • Geymsla fyrir stór gagnsöfn
 • Hefðbundinn skráarþjónusta (File)
 • Reglubundinn langtímavarðveisla (e. Archiving) 
 • Gögn úr myndavélakerfum (CCTV)
 • Afritageymsla í stað hefðbundinnar spóluafritunar 
 • Endurheimtarþjónusta

Helstu eiginleikar EC storage:

 • Gögnin hýst á Íslandi í þremur gagnaverum – Reykjanesbær, Reykjavík og Selfoss
 • Háuppitíma gagnageymslulausn – 24/7/365 vöktun
 • Greitt mánaðarlega fyrir notað gagnapláss
 • Stækkar eftir þörfum (ekkert lágmark/hámark)
 • Getur meðhöndlað allar stærðir af gögnum
 • Styður alla helstu samskiptastaðla:  NFS, SMB, Linux FS, REST, CDMI, S3, OpenStack, Cinder, Glance
 • Kostir umfram hýsingu gagna erlendis
  • Enginn aukakostnaður fyrir erlent niðurhal
  • Enginn aukakostnaður fyrir að nálgast gögn eða færslur (e. Transactions)
  • Mjög samkeppnishæft verð
Nánari upplýsingar

Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600