EC Share

Öll þín gögn á einfaldan og þægilegan hátt

EC Share veitir þér aðgengi að gögnunum þínum hvar og hvenær sem er, hvort sem er í snjalltæki eða beint á útstöð. 

Skiptu út skráarmiðlurum fyrir örugga, einfalda og þægilega leið til að deila og halda utan um það sem skiptir mestu máli.

Helstu eiginleikar EC Share:

 • Gögn vistuð á háuppitíma skýjalausn EC Storage

 • Hægt að nálgast gögn hvar og hvenær sem er

 • Einföld aðgangsstýring

 • Kerfisstjórar hafa fullkomna stjórn á gögnum

 • Stýra réttindum niður á einstaklinga, möppur og skjöl

 • Hægt að eyða gögnum af tækjum/útstöðvum fjarrænt ef tæki glatast

 • Engin þörf á fjartengingu (VPN).  EC Share tryggir öryggi með öflugri dulkóðun (2048bit)

 • Styður helstu stýrikerfi (MAC OSx, iPhone, iPad, Android phone/tablet, Win Phone 8 og vafra)

 • Hægt að samþætta Active Directory og stuðningur við O365

 • Einfalt og þekkt notendaviðmót – File explorer

 • Hægt að vinna í skjölum án nettengingar og stilla af aðgengilegt gagnamagn án nettengingar

 • Ítarlegar notkunarskýrslur og útgáfurstjórnun

 • Allt að 999 útgáfur af sama skjalinu

 • Auðvelt að endurheimta eyddum skjölum (Recover) en þau er hægt að endurheimta að lágmarki í 100 daga

 • Hægt er að varðveita skjöl í allt að 999 daga

 • Hægt er að klæðskerasauma og aðlaga útlit þjónustunnar að viðskiptavini

 • EC Share er selt samkvæmt nýttu gagnamagni og óháð fjölda notenda.

Afhverju EC Share en ekki Dropbox, WeTransfer, Box.com eða aðrar slíkar lausnir?

 • Öll gögn sem vistuð eru á EC Share eru geymd í gagnaverum hérlendis og því háð íslenskum lögum og reglugerðum um meðhöndlun gagna
 • Hraðari svartími og enginn aukakostnaður vegna erlends niðurhals
 • Kerfisstjórar hafa fullkomna stjórn á gögnum fyrirtækis
 • Innbyggð vörn gegn vírusum (Ransom ware)
 • Gögn fyrirtækis eru aðskilinn frá persónulegum gögnum
 • Sérhæfður þjónustuaðili á Íslandi
 • Annað verðmódel, selt eftir gagnamagni en ekki fjölda notenda

dk hugbúnaður hefur staðfært EC Share lausnina frá Endor undir eigin lausnamengi og heitir lausnin dk Drive.  dk hugbúnaður gerði ítarlegar prófanir á sambærilegum lausnum ogloknum hraðaprófunum á þeim reyndust afköst EC Share hvað upphals/niðurhals hraða miklu betri en sambærilegar lausnir.  Þá skipti það dk hugbúnað einnig miklu máli að lausnin er hýst á háupptíma gagnageymsluþjónustu í hérlendum gagnaverum.

Kristján Guðnason

Kerfisstjóri, dk hugbúnaði

Nánari upplýsingar

Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600