Almennar skýjalausnir
Við bjóðum upp á viðurkenndar opnar skýjalausnir frá aðilum á borð við Azure, Amazon Web Services og Google
Endor býður viðurkenndar opnar skýjalausnir frá aðilum á borð við Azure, Amazon Web Services og Google sem tryggir þér aðgang að skilvirku, öruggu og sveigjanlegu kerfi og heldur kostnaði í lágmarki. Við veitum ráðgjöf við val á lausnum og tryggjum að þjónustan sé sniðin að þínum þörfum. Þú getur alltaf aðlagað þjónustuna að breyttum þörfum án þess að fjárfesta miklum tíma eða fjármunum.
Við hjá WebMo Design sérhæfum okkur í ráðgjöf og hönnun veflausna fyrir krefjandi viðskiptavini. Að verkefnum okkar koma alþjóðlegir samstafsaðilar, hvort sem er forritarar eða hönnuðir, og því mikilvægt að þessir aðilar geti með einföldum hætti haft öruggt aðgengi að raun og þróunarumhverfi okkar verkefna. Endor hefur aðstoðað okkur með ráðgjöf og þjónustu varðandi hagnýtingu opinna skýjalausna eins og Azure og Google og þannig átt þátt í að lágmarka þörf okkar á slíkri innviðauppbyggingu.
Nánari upplýsingar
Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!