Skýjalausnir

Sveigjanlegar skýjalausnir sem auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri. Við hjálpum þér að hámarka öryggi, sveigjanleika og meðhöndlun gagnanna þinna

 

Á tímum þar sem tækniframfarir hafa verið gríðarlega hraðar þarf upplýsingatækniumhverfi fyrirtækja að vera sveigjanlegt, hagkvæmt og öruggt. Með skýjalausnum lágmarkar þú fjárfestingu í innviðum og færð aðgang að sveigjanlegu og öruggu umhverfi sem vex með þínum þörfum á auðveldan og hagkvæman hátt. Aukin sjálfvirkni og möguleiki á sjálfsafgreiðslu þýðir að viðskiptavinir geta opnað beint á ákveðna þjónustu án aðkomu þjónustuaðila. Þegar skýjaumhverfi er byggt upp er því mikilvægt að velja rétta lausn í upphafi. 

Endor býður bæði upp á eigin skýjalausnir og viðurkenndar opnar skýjalausnir frá aðilum á borð við Azure, Amazon Web Services og Google. Við leggjum ríka áherslu á öryggi, uppitíma, skilvirkni, umhverfissjónarmið og fagmennsku í þjónustu okkar. Skýjalausnir okkar eru hýstar í gagnaverum Verne Global á Reykjanesi og TRS á Selfossi. Bæði gagnaver starfa samkvæmt ítrustu stöðlum og kröfum varðandi tvöföldun og öryggi. Við höfum unnið náið með samstarfsaðilum okkar að þróun EC skýjalausna Endor til að tryggja framúrskarandi vörur og þjónustu.

Endor skýjalausnir

Skýjalausnir Endor eru öruggur, hagkvæmur og sveigjanlegur kostur sem gerir þér kleift að nálgast afköst og gögn hvar sem er og hvenær sem er

Almennar skýjalausnir

Öruggar og hagkvæmar opnar skýjalausnir frá traustum samstarfsaðilum

Nánari upplýsingar

Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600