Alrekstur

Fjölbreytt, sveigjanleg og hagkvæm hýsing og rekstur á tölvukerfum

 

Við sjáum um að hýsa og reka tölvukerfi fyrirtækja svo þau geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi.  Lausnin er klæðskerasaumuð eftir þörfum hver og eins og við leggjum mikla áherslu á öfluga ráðgjöf og hátt þjónustustig.

Alrekstur er hagkvæm og skilvirk leið fyrir fyrirtæki sem vilja forðast miklar fjárfestingar í tæknibúnaði en vilja öruggt og sveigjanlegt tölvu- og netkerfi gegn föstu mánaðargjaldi.

Sérfræðingar okkar hafa víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri upplýsingatæknikerfa og finna réttu lausnina fyrir þig.

Íslandshótel er með mjög krefjandi rekstur þar sem uppitími og hraði umhverfis skiptir miklu máli. Eftir að hafa kynnt okkur helstu aðila á markaði færðum við okkur til Endor. Íslandshótel hefur í gegnum tíðina átt viðskipti við stóra þjónustuaðila með tugi eða hundruð sérfræðinga sem erfitt var að ná í. Eftir að við hófum samstarfið við Endor, sem er mun minna félag, þá er upplifun okkar eins og það séu 100 sérfræðingar að þjónusta okkur. Það var einnig ánægjulegt að sjá hvernig Endor fjárfesti í verkefninu áður en við byrjuðum að vinna með þeim, en sérfræðingar félagsins heimsóttu meðal annars allar starfstöðvar Íslandshótela og gerðu mjög ítarlega greiningu á rekstrinum og tillögur að öruggum umbótum. Við erum mjög ánægð með þjónustuna og samstarfið hefur staðist ítrustu væntingar.

Sorin Lazar

Aðstoðarframkvæmdastjóri, Íslandshótel

Nánari upplýsingar

Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600