Búnaðar- og gagnaverslausnir

Við hjálpum þér að finna bestu og hagkvæmustu lausnina

 

Starfsmenn Endor hafa víðtæka reynslu af þjónustu, sölu og ráðgjöf á miðlægum lausnum og ítarlega þekkingu á þörfum fyrirtækja þegar kemur að upplýsingatækni. Við leggjum áherslu á að finna bestu og hagkvæmustu lausnina sem hentar þínum rekstri, þannig að þú þurfir ekki að laga reksturinn að þeim lausnum sem markaðurin býður.

Endor er í samstarfi varðandi sölu og þjónustu á miðlægum lausnum frá helstu upplýsingatæknifyrirtækjum heims. Þá leggur félagið mikinn metnað í að opna markaðinn fyrir nýjum og spennandi birgjum sem margir hverjir eru að umbreyta nálgun við rekstur upplýsingatækniumhverfa. 

TRS ehf. er traust félag í góðum rekstri og hefur verið rekið með jákvæðri afkomu frá stofnun.  TRS er í dag einn af stærstu þjónustu-, og hýsingaraðilum landsins.  Við verslum þann vél- og hugbúnað sem við þurfum til að þjónusta okkar viðskiptavini með sem bestum hætti hjá Endor. Við höfum alltaf fengið góða ráðgjöf og þjónustu og hefur verið gott að leita til þeirra með lausnir í huga.

Ármann Sigurðsson

Tæknistjóri, TRS Selfossi

Nánari upplýsingar

Endor kappkostar að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og ráðgjöf sem henta hverju verkefni fyrir sig. Endilega hafðu samband við okkur og við kíkjum í kaffi, speglum hugmyndir og ráðleggjum hvað hentar best!

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600