Fréttir og fróðleikur
Hjá kröftugu félagi er alltaf eitthvað skemmtilegt og krefjandi að gerastEndor fær gullvottun Lenovo á Íslandi og í Svíþjóð
Endor og Lenovo hafa afhent á fimmta þúsund netþjóna á Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi á undanförnum þremur árum.
Innleiðir ofurtölvu í samstarfi við þýsk háskólasamtök
Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor hefur, í samstarfi við franska upplýsingatæknirisann Atos, gert samning við HLRN samtökin, sem er samstarf sjö af helstu tækniháskólum Þýskalands, um afhendingu og innleiðingu einnar öflugustu ofurtölvu Þýskalands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Endor.
Íslandshótel og Endor ná samningum
Íslandshótel hefur samið við íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor um alrekstur á tölvukerfum hótelanna. Endor sér um að hýsa og reka öll tölvukerfi Íslandshótela og er reksturinn sniðinn sérstaklega að þörfum Íslandshótela að því er fram kemur í tilkynningu.
Endor semur við stærsta gagnaver Svíþjóðar
Endor hefur gert samning við Fortlax-gagnaverið í Svíþjóð, sem var nýverið keypt af Eco Data Center, um samvinnu við sölu og afhendingu á lausnum og þjónustu beggja aðila. Sameinað félag Fortlax og Eco Data Center verður stærsta gagnaver Svíþjóðar.
Endor og Landsbókasafn afrita íslenska internetið
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur samið við Endor um kaup á diskastæðu og hýsingu á öllu íslensku efni á internetinu.
Endor samstarfsaðili ársins hjá Lenovo í Evrópu
Endor var á dögunum valið samstarfsaðili ársins hjá Lenovo Data Center Group (DCG) í Evrópu. Verðlaunin voru veitt á ráðstefnu samstarfsaðila Lenovo í Barcelona fyrir framúrskarandi árangur á flóknum og krefjandi innleiðingum á ofurtölvulausnum.
Sterkt uppgjör 2017 þar sem rekstrartekjur tífölduðust milli ára
Rekstur og afkoma Endor síðasta ár var ánægjuleg og við erum mjög sátt við árið. Viðtökur markaðar eru jákvæðar, félagið vex hratt og Endor hefur gert trausta langtímasamninga við öfluga aðila hérlendis og erlendis.
Endor og ofurtölvur “Í bítinu”
Þeir Guðbrandur R Sigurðsson og Davíð Þ Kristjánsson, tveir af stofnendum Endor, mættu í skemmtilegt viðtal í útvarpsþáttinn Í bítið á Bylgjunni nýlega og útskýrðu þar ofurtölvur, hlutverk þeirra og hvaða verkefnum Endor er að sinna þar með sínum samstarfsaðilum.
Endor gerir tímamótasamning við upplýsingatæknirisann Atos um afhendingu á ofurtölvureikniafli fyrir BMW
Guðbrandur Sigurðsson, viðskiptaþróunarstjóri og einn stofnenda Endor var í viðtali hjá Viðskiptablaðinu um samninginn en um er að ræða einn stærsta útvistunarsamning sem íslenskt upplýsingatæknifélag hefur gert og kveður hann á um afhendingu sérhæfðrar þjónustu víða í Evrópu.