Endor valið eitt af 25 efnilegustu fyrirtækjum Evrópu á sviði skýjaþjónustu af CIO Applications Europe

Tímaritið CIO Applications Europe, sem er leiðandi í umfjöllun um upplýsingatækni í Evrópu, hefur valið Endor sem eitt af 25 efnilegustu fyrirtækjum álfunar á sviði skýjaþjónustu. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að samkvæmt könnun, sem gerð var af markaðsrannsóknarfyrirtækinu IDC, nota 68% fyrirtækja skýjaþjónustu í einhverjum mæli. Þessi fyrirtæki geri miklar kröfur um öryggi og sveigjanleika þjónustunnar og þjónustuaðilar þurfi að vera á tánum til þess að mæta kröfum markaðarins. Með þetta í huga, valdi sérstök dómnefnd tímaritsins 25 efnilegustu þjónustuaðila skýjalausna í Evrópu, en þetta eru allt fyrirtæki sem bjóða upp á sveigjanlegar, hagkvæmar og öruggar skýjalausnir.

Umfjöllun blaðsins má sjá hér (bls 14)

Umfjöllun og viðtal um Endor má sjá hér

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600