Endor semur við stærsta gagna­ver Svíþjóðar

Endor hef­ur gert samn­ing við Fortlax-gagna­verið í Svíþjóð, sem var ný­verið keypt af Eco Data Center, um sam­vinnu við sölu og af­hend­ingu á lausn­um og þjón­ustu beggja aðila. Sam­einað fé­lag Fortlax og Eco Data Center verður stærsta gagna­ver Svíþjóðar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Endor hóf ný­lega starf­semi í Svíþjóð und­ir nafn­inu EC Sweden og er það al­farið í eigu Endor á Íslandi. Um­fang starf­semi EC Sweden er nú þegar svipað og hjá Endor á Íslandi. Stofn­un EC Sweden er liður í upp­bygg­ingu Endor sem alþjóðlegs upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­is. Eig­end­ur og stjórn­end­ur fé­lags­ins hyggja á frek­ari land­vinn­inga á kom­andi miss­er­um og er stefnt að því að opna fleiri skrif­stof­ur á meg­in­landi Evr­ópu síðar á þessu ári. Rekst­ur fé­lags­ins hef­ur verið já­kvæður og stöðugur frá stofn­un árið 2015 en Endor sér­hæf­ir sig meðal ann­ars í flókn­um og krefj­andi inn­leiðing­um of­ur­tölvu­lausna.

„Þessi samn­ing­ur hjálp­ar okk­ur að ná betri fót­festu á sænska markaðnum. Starf­semi Endor bygg­ir á ís­lensku hug­viti sem ger­ir viðskipta­vin­um okk­ar kleift að auka hag­kvæmni og skil­virkni í rekstri hjá sér,“ er haft eft­ir Gunn­ari Guðjóns­syni, for­stjóra Endor, í til­kynn­ingu. Seg­ir hann sér­hæf­ingu Endor vera fá­gæta og að það sé mik­il spurn meðal stór­fyr­ir­tækja víða í Evr­ópu eft­ir þjón­ustu við of­ur­tölv­ur.

„Aðstæður á sænska markaðinum eru svipaðar þeim ís­lenska og þar eru mik­il tæki­færi. Því telj­um við Svíþjóð góðan stað til að opna fyrstu skrif­stofu Endor utan Íslands og það er mik­il til­hlökk­un að byggja upp og styrkja EC Sweden á þess­um spenn­andi en jafn­framt krefj­andi markaði,” seg­ir Gunn­ar jafn­framt.

Endor er ráðgjaf­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í að há­marka rekstr­ar­hag­kvæmni fjár­fest­inga í upp­lýs­inga­tækni og nýt­ir til þess meðal ann­ars nýj­ustu tækni í sjálf­virkni­væðingu. Vöxt­ur Endor hef­ur verið hraður frá stofn­un árið 2015 og vinn­ur fé­lagið nú með fjöl­breytt­um alþjóðleg­um hópi viðskipta­vina og sam­starfsaðila. Má þar nefna Atos, Íslands­banka, DK hug­búnaðar­hús, BMW, Ver­ne Global, RÚV og Reikni­stofu bank­anna.

Guðbrand­ur R. Sig­urðsson frá Endor og Robert Lund­berg frá Fortlax/​Eco Data Center inn­sigla sam­starfið.

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600