Íslandshótel hefur samið við íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor um alrekstur á tölvukerfum hótelanna

Íslandshótel hefur samið við íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor um alrekstur á tölvukerfum hótelanna. Endor sér um að hýsa og reka öll tölvukerfi Íslandshótela og er reksturinn sniðinn sérstaklega að þörfum Íslandshótela að því er fram kemur í tilkynningu.

„Rekstur Íslandshótela er mjög krefjandi þar sem aðgengi, öryggi og hraði kerfisins skiptir miklu máli. Endor tikkaði í öll box og þrátt fyrir að vera minna félag en margir stórir þjónustuaðilar sem við höfum verslað við, hefur þjónustan verið frábær,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela.

„Sérfræðingar félagsins heimsóttu meðal annars allar starfsstöðvar Íslandshótela og gerðu mjög ítarlega greiningu á rekstrinum, sem gerði það að verkum að yfirtaka Enor á rekstri kerfisins gekk hnökralaust,“ bætir hann við.

Endor er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að hámarka rekstrarhagkvæmni fjárfestinga í upplýsingatækni og nýtir til þess meðal annars nýjustu tækni í sjálfvirknivæðingu. Endor vinnur með fyrirtækjum á borð við Atos, Íslandsbanka, DK hugbúnaðarhús, BMW, Verne Global, RÚV og Reiknistofu bankanna.

Davíð Kristjánsson, sölustjóri Endor og Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela handsala samninginn.

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600