Inn­leiðir of­ur­tölvu í sam­starfi við þýsk há­skóla­sam­tök

Íslenska upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tækið Endor hef­ur, í sam­starfi við franska upp­lýs­inga­tækn­iris­ann Atos, gert samn­ing við HLRN sam­tök­in, sem er sam­starf sjö af helstu tækni­há­skól­um Þýska­lands, um af­hend­ingu og inn­leiðingu einn­ar öfl­ug­ustu of­ur­tölvu Þýska­lands. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Endor.

Verk­efnið er þegar farið af stað í Tækni­há­skól­an­um í Berlín og munu fleiri skól­ar bæt­ast við í fram­hald­inu. Endor er einnig að und­ir­búa starf­semi í Þýskalandi und­ir nafn­inu EC Ger­many GmbH og verður rekst­ur­inn al­farið í eigu Endor á Íslandi.

„Stofn­un EC Ger­many GmbH er skref í upp­bygg­ingu Endor sem alþjóðlegs upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­is, en fé­lagið gerði samn­ing við Atos um af­hend­ingu á of­ur­tölvu­reiknigetu til þýska bíla­fram­leiðand­ans BMW árið 2017 og er samn­ing­ur­inn gríðarlega um­fangs­mik­ill. Með opn­un skrif­stofu í Þýskalandi efl­ir Endor þjón­ustu sína við viðskipta­vini í Þýskalandi og Aust­ur­ríki,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

„Það er mjög stórt skref fyr­ir Endor að setja upp starf­semi í Þýskalandi. Þjón­ust­an sem Endor veit­ir er mjög sér­hæfð og það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir aðkomu okk­ar í mis­mun­andi of­ur­tölvu­tengd verk­efni, hvort sem það er ráðgjöf, inn­leiðing­ar, rekst­ur eða heild­ar­lausn eins og fyr­ir BMW,“ er haft eft­ir Gunn­ari Guðjóns­syni fram­kvæmd­ar­stjóra Endor. Hann bæt­ir við:

„Við sjá­um mik­il tæki­færi hjá alþjóðleg­um stór­fyr­ir­tækj­um og op­in­ber­um stofn­un­um í þjón­ustu við of­ur­tölv­ur og telj­um þetta rétt­an tíma­punkt til þess að færa okk­ur nær okk­ar viðskipta­vin­um á þessu svæði með opn­um skrif­stofu. Við opnuðum einnig ný­lega skrif­stofu í Svíþjóð og erum með opn­un skrif­stofu í Nor­egi á teikni­borðinu.”

Endor er ráðgjaf­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í að há­marka rekstr­ar­hag­kvæmni fjár­fest­inga í upp­lýs­inga­tækni og nýt­ir til þess meðal ann­ars nýj­ustu tækni í sjálf­virkni­væðingu. Sýn gekk fyrr í sum­ar frá kaup­um á Endor með fyr­ir­vör­um um niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­ar og samþykki eft­ir­litsaðila. Bú­ist er við að kaup­in verði samþykkt á næstu vik­um.

Gunn­ar Guðjóns­son fram­kvæmda­stjóri Endor.

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600