Endor og Facto í samstarf um innleiðingu reglugerðar ESB um persónuvernd

veita minni og millistórum fyrirtækjum sérhæfða ráðgjöf tengt reglugerðinni og hafa umsjón með innleiðingu

Endor og Facto, sem veitir alhliða viðskipta- og lögfræðiráðgjöf, hafa gert með sér samstarfssamning um innleiðingu reglugerðar Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR) fyrir viðskiptavini beggja félaga. Reglugerðin, sem tekur gildi nú í lok maí, kveður á um að einstaklingar eigi sínar persónuupplýsingar sjálfir og því þurfa fyrirtæki að geta veitt þeim upplýsingar um vinnslu og meðferð sinna persónuupplýsinga á aðgengilegan hátt. Áhersla samstarfs Facto og Endor snýr að því að veita minni og millistórum fyrirtækjum sérhæfða ráðgjöf tengt reglugerðinni og hafa umsjón með innleiðingu og lágmarka þannig þörf félaga á að ráða sérhæfða starfsmenn með þekkingu á reglugerðinni.

Með samstarfinu getum við boðið viðskiptavinum okkar heildstæða þjónustu á einum stað, og annast bæði innleiðingu á reglugerðinni ásamt því að taka út tölvu- og upplýsingakerfi til þess að tryggja að þau séu í samræmi við hana.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi innleiðingu á GDPR.

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600