Endor og Lenovo hafa afhent á fimmta þúsund netþjóna á Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi á undanförnum þremur árum

Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor, sem Sýn vinnur að kaupum á, hlaut nýlega gullvottun frá Lenovo Data Center Group í Evrópu. Vottunin nær bæði til Íslands og Svíþjóðar en Endor er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Lenovo í báðum löndum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Samstarf Endor og Lenovo er víðfemt og saman hafa félögin afhent á fimmta þúsund netþjóna á Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi á undanförnum þremur árum.

Endor er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að hámarka rekstrarhagkvæmni fjárfestinga í upplýsingatækni og nýtir til þess meðal annars nýjustu tækni í sjálfvirknivæðingu.

Sýn gekk fyrr í sumar frá samkomulagi um kaup á Endor með fyrirvörum um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki eftirlitsaðila.

Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri Endor, Karl Hansen og Anil Thapa frá Lenovo og Guðbrandur Sigurðsson frá Endor.

Endor ehf.

Eyravegur 37

800 Selfoss

512 4600