Endor og Lenovo hafa afhent á fimmta þúsund netþjóna á Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi á undanförnum þremur árum
Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Endor, sem Sýn vinnur að kaupum á, hlaut nýlega gullvottun frá Lenovo Data Center Group í Evrópu. Vottunin nær bæði til Íslands og Svíþjóðar en Endor er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Lenovo í báðum löndum. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Samstarf Endor og Lenovo er víðfemt og saman hafa félögin afhent á fimmta þúsund netþjóna á Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi á undanförnum þremur árum.
Endor er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að hámarka rekstrarhagkvæmni fjárfestinga í upplýsingatækni og nýtir til þess meðal annars nýjustu tækni í sjálfvirknivæðingu.
Sýn gekk fyrr í sumar frá samkomulagi um kaup á Endor með fyrirvörum um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki eftirlitsaðila.

Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri Endor, Karl Hansen og Anil Thapa frá Lenovo og Guðbrandur Sigurðsson frá Endor.